Stangveiði í Fljótsdal

  • Hengifoss Angling Char 02

  • Hengifoss Angling Char 01

Um Stangveiði í Fljótsdal

Kelduá í Fljótsdal rennur um Suðurdal og fellur síðan út í Jökulsána. Í ánni er bæði staðbundinn urriði og bleikja. Veiðileyfi eru seld á Hengifoss gistihúsi.

Gilsá fellur í Lagarfljótið skammt fyrir innan Hallormsstaðaskóg. Silungur úr Fljótinu leitar upp í ósa árinnar, bæði urriði og bleikja. Skógræktin leyfir stangveiði í ósnum án endurgjalds.

Jökulsá í Fljótsdal er tær stóran hluta árs eftir virkjun við Kárahnjúka. Í henni er staðbundin bleikja. Veiðileyfi eru seld á Óbyggðasetrinu og einnig er hægt að leigja þar stangir.

© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: