Fossagangan

  • Hengifoss Laugarfell Waterfall Circle 02

  • Hengifoss Laugarfell Waterfall Circle 03

  • Hengifoss Laugarfell Waterfall Circle 04

  • Hengifoss Wilderness Hike 01

  • Hengifoss Wilderness Waterfalls 01

  • Hengifoss Wilderness Hike 02

Um fossagönguna

Í Jökulsá í Fljótsdal er fjöldi fossa af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir neðstu eru skammt fyrir innan eyðibýlið Kleif, og síðan allar götur upp að Eyjabökkum. Á þeirri 20 kílómetra leið er fjöldi mikilfenglegra fossa. Fossagangan hefst við Óbyggðasetur Íslands í Norðurdal í Fljótsdal. Þaðan er um 6 klukkustunda þægileg ganga um afar fallegt svæði meðfram Jökulsá í Fljótsdal. Áin rennur víða í gljúfrum og vestan hennar er Kleifarskógur, náttúrulegur birkiskógur sem gaman er að fara um.

Nokkrar líkur eru á að rekast á hreindýr á leiðinni. Þegar inn á hásléttuna er komið bíða göngufólks, náttúrulaugar við nýjan og glæsilegan fjallaskála við Laugarfell. Fyrir þá sem vilja ganga niður í móti er ágætt að byrja við Laugarfell og ganga niður að Óbyggðasetrinu. Bæði Laugarfell og Óbyggðasetrið bjóða upp á að skutla fólki milli staðanna fyrir eða eftir göngu.

© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: